Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slydda eða rigning
Miðvikudagur 22. október 2014 kl. 09:01

Slydda eða rigning

Veðurhorfur fyrir Faxaflóa. Gengur í austan 8-15 m/s með slyddu, en síðar rigningu, hvassast syðst. Mun hægari og rigning með köflum síðdegis. Suðvestan 3-8 og dálítil rigning eða slydda á morgun. Hiti 0 til 6 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 8-13 m/s og slydda, en síðar rigning, en lægir síðdegis. Vestan 3-8 og væta með köflum á morgun. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Breytileg átt, 3-8 m/s, en austan 5-10 á Vestfjörðum. Slydda eða snjókoma með köflum fyrir norðan, en annars úrkomulítið. Hiti nálægt frostmarki, en víða vægt frost til landsins.

Á laugardag:
Norðaustan 8-15 með éljum fyrir norðan, rigningu eða slyddu SA- og A-lands, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Norðan 8-13 með snjókomu eða éljum fyrir norðan, en þurrt syðra. Hiti um og undir frostmarki.

Á mánudag:
Norðlæg átt, hvöss á köflum með ofankomu fyrir norðan, en lengst af þurrt um landið S-vert. Víða frostlaust við ströndina, en annars vægt frost.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt með snjókomu eða éljum N- og A-lands, en björtu veðri S- og V-lands. Fremur kalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024