Slydda eða él sunnan- og vestanlands
Klukkan 06:00 í morgun var suðvestlæg átt, 10-19 m/s og stöku skúrir vestantil en hægari vindur og þurrt austanlands. Hiti var 0 til 7 stig, svalast í innsveitum norðaustanlands.
400 km vestur af Vestfjörðum er 978 mb lægð sem þokast norðaustur.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 10-18 m/s og slydda eða él sunnan- og vestanlands en hægari vindur og þurrt að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Norðvestan 5-15 í fyrramálið, hvassast austantil en hæg vestlæg átt síðdegis á morgun. Él norðanlands fram eftir morgundeginum en annars bjartviðri. Hiti yfirleitt á bilinu 0 til 5 stig en frystir aftur um mest allt land á morgun.