Fimmtudagur 25. október 2012 kl. 08:49
Slydda á morgun
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring
Norðaustan 3-8 og styttir upp og léttir til um tíma með morgninum en þykknar aftur upp síðdegis. Hægviðri og léttskýjað í nótt en suðvestan 3-8 síðdegis á morgun með slyddu og síðar rigningu. Hiti 0 til 4 stig en 2 til 8 stig á morgun.