Sluppu vel úr hörðum árekstri
Á fimmta tímanum í gærdag varð árekstur á Reykjanesbraut við gatnamót Seylubrautar. Ekki urðu slys á fólki en báðar bifreiðarnar voru óökufærar og því fjarlægðar með dráttarbifreið. Einnig voru tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Annar var á 135 km hraða og hinn á 112.
Þá voru tveir ökumenn teknir vegna gruns um ölvunarakstur og einn ökumaður var kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu.
Á næturvaktinni, sem var frekar róleg að því er fram kemur hjá lögreglu, voru þrír aðilar teknir fyrir umferðarlagabrot. Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur og einn ökumaður hafði einum farþega ofaukið.
Myndin er úr safni Víkurfrétta og tengist fréttinni ekki