Sluppu ómeiddir úr bílveltu
Fólksbíll hafnaði utan vegar á Vatnsleysuströnd seint í kvöld. Tveir voru í bílnum þegar óhappið varð og sakaði hvorugan. Þeir voru engu að síður fluttir á sjúkrahús til skoðunar.
Tildrög slyssins eru enn óljós, þar eð rannsókn er ekki lokið, en bifreiðin var á vesturleið þegar ökumaður virðist hafa misst stjórn á henni.
VF-mynd/Þorgils – Frá vettvangi í kvöld.