Sunnudagur 18. desember 2005 kl. 12:05
				  
				Sluppu ómeiddir úr bílveltu
				
				
				

Bíll valt á Grindavíkurvegi móts við Bláa-lónið árla í gærmorgun.  Þar hafði ökumaður sendibifreiðar misst stjórn á bifreiðinni, vegna vindhviðu. Bifreiðin var töluvert skemmd, en ökumaður og farþegi meiddust ekki.