Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Laugardagur 16. mars 2002 kl. 23:34

Sluppu að mestu ómeiddir eftir slys nærri Krýsuvík

Bifreið tveggja erlendra ferðamanna lenti út af veginum í grennd við Krýsuvík fyrr í kvöld, en þeir sluppu að mestu ómeiddir. Ökumaðurinn slapp alveg en farþeginn er lítilsháttar slasaður. Lögregla ók þeim á slysadeild.
Fyrstu boð um slysið voru óljós og voru m.a. sendir sjúkrabílar frá Grindavík, Hafnarfirði og Reykjavík þar sem talið að um alvarlegra slys væri að ræða. Þá var staðsetning slyssins einnig óljós í fyrstu að sögn lögreglunnar í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024