SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Slompaður ökumaður bílaleigubíls missti af flugi
Þriðjudagur 28. janúar 2014 kl. 09:07

Slompaður ökumaður bílaleigubíls missti af flugi

- sagði félaga sinn

- sagði félaga sinn hafa ekið bílnum og eiga koníaksflösku sem var í fórum hans.

Erlendur ferðamaður sem kom til að skila bifreið til bílaleigu á Keflavíkurflugvelli um helgina reyndist vera vel slompaður undir stýri. Var hann jafnframt með koníaksflösku í bílnum. Starfsmenn bílaleigunnar kölluðu lögregluna á Suðurnesjum á vettvang. Þegar lögreglumenn bar að tók ferðamaðurinn á sprett og lét sig hverfa. Hann var handtekinn skömmu síðar.

Á lögreglustöð neitaði maðurinn að hafa ekið en kvað ónefndan ferðafélaga sinn hafa verið undir stýri. Hann hefði einungis sest í sæti ökumanns til þess að slökkva á bifreiðinni. Félaginn ætti einnig flöskuna. Sagði hann þá tvo eiga að mæta í flug til Berlínar á næstu mínútum.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Þegar maðurinn var spurður hvers vegna hann hefði tekið til fótanna þegar hann sá lögreglu kvaðst hann hafa verið að hlaupa í átt að flugstöðinni til að láta vita að hann og ferðafélagi sinn væru rétt ókomnir.

Maðurinn missti af fluginu, en var látinn laus að loknum skýrslu,- og sýnatökum.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025