Slökkvlið Grindavíkur berst aftur við gróðurelda
Slökkvilið Grindavíkur stendur í ströngu í þessa dagana en það hefur í tvígang með stuttu millibili þurft að leggja á sig hátt í þriggja tíma gönguferð við erfiðar aðstæður til að slökkva gróðurelda við Kleifarvatn. Slökkvliðið var í alla nótt að berast við elda á svipuðum slóðum og um helgina.
Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra, að tvisvar hafi verið beðið um þyrlu með búnað til að slökkva gróðureldana, en beiðninni verið synjað þar sem ekki hafi verið hætta á eignarspjöllum af völdum eldanna.
Ferðin að brunasvæðinu tekur vel á þriðja tíma, enda landið torfært og talsvert á fótinn að komast þangað. Slökkviliðið hefur notið aðstoðar björgunarsveitamanna í Grindavík I baráttunni við eldanna.
Sjá mbl.is