Slökkvistarfi lokið við Kleifarvatn

Slökkvistarfi er nú lokið austan við Kleifarvatn en gróðureldar hafa blossað þar upp ítrekað síðustu daga. Þyrla frá Þyrluþjónustunni kom á vettvang eftir hádegið í dag og veitti aðstoð við slökkvistarfið. Aðstoðina  veitti fyrirtækið endurgjaldslaust. Unglingar í Vinnuskóla Grindavíkur veittu Slökkviliði Grindavíkur einnig góða aðstoð í dag og leystu slökkviliðsmennina af en þeir hafa unnið myrkrana á milli.
Þyrlan fór yfir tug ferða með vatn, alls á bilinu sjö til átta þúsund lítra.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				