Slökkvistarfi lokið og skemmdir óverulegar
Slökkvistarfi við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja er lokið. Að sögn lögreglunnar í Keflavík eru skemmdir óverulegar. Eldurinn var eingöngu í sorpgryfjunni og náði ekki að læsa sig í sjálft stöðvarhúsið.
Eldur getur hlaupið úr brennsluofni stöðvarinnar í sorpgryfjuna með rusli, s.s. plasti sem verður eins og kveikiþráður á milli ofnsins og gryfjunnar.
Eldur getur hlaupið úr brennsluofni stöðvarinnar í sorpgryfjuna með rusli, s.s. plasti sem verður eins og kveikiþráður á milli ofnsins og gryfjunnar.