Slökkviliðsstjórar lesa fyrir bankastarfsmenn
Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri og Jón Guðlaugsson aðstoðarslökkviliðsstjóri lásu fyrir starfsmenn Landsbanka Íslands að Hafnargötu í lestrarátaki Reykjanesbæjar. Þeir félagar lásu nokkrar stuttar sögur úr Vinjettum 1, 2 og 3 eftir Ármann Reynisson. Landsbanki Íslands hefur skorað á Samkaup í lestrarátakinu og verður lesið fyrir Samkaupsfólk næstkomandi þriðjudag.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Starfsmenn Landsbankans hlýða áhugasamir á lestur slökkviliðsstjóranna.