Slökkviliðsmenn styrkja Emelíu og Helenu
Ágóði af sölu dagatals rennur til systranna.
Fulltrúar Félags starfsmanna Brunavarna Suðurnesja afhentu í dag Rut Þorsteinsdóttur og Þór syni hennar ágóða af sölu dagatala fyrir árið 2015. Fjárhæðin nemur 270 þúsund krónum og henni er ætlað er að styrkja dætur Rutar, Helenu og Emelíu Keilen, sem eru með arfgengan sjúkdóm í hvatberum.
Sjúkdómur af þessu tagi hefur víðtæk áhrif á líffærastarfsemi og veldur oftast alvarlegum frávikum í starfsemi miðtaugakerfis. Heilsufar systranna hefur verið mjög slæmt síðustu ár vegna tíðrar lungnasýkinga og óviðráðanlegra floga.
Fjölskyldan fer erlendis næstkomandi mánudag til meðferðar en öll ráð hafa verið reynd sem í boði eru hér á landi.
Helena og Emelía.