Slökkviliðsmenn stóðu heiðursvörð
Slökkviliðsmenn fjölmenntu og stóðu heiðursvörð við jarðsetningu Jóns B. Pálssonar sl. föstudag.Jón hafði starfað í slökkviliði Keflavíkur í 40 ár og var gerður að heiðursfélaga Félags Slökkviliðsmanna Keflavíkur árið 1977. Það þótti við hæfi að fyrsti og elsti dælubíll Slökkviliðsins (Ford 1947) yrði notaður við athöfnina. Slökkviliðsmenn B.S votta aðstandendum sína innilegustu samúð og þakka fyrir að fá að taka þátt í athöfninni.