Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 15. desember 2000 kl. 02:33

Slökkviliðsmenn færðu sambýlinu gjöf

Bæjarstjóri tók við gjafabréfi frá Félagi slökkviliðsmanna í Grindavík við athöfn í slökkvistöðinni fyrir skömmu.
Félagið færði þá hinu nýja sambýli að Túngötu 15–17 brunavarnarkerfi að gjöf, upp sett ásamt
slökkvitækjum og eldvarnarteppum, en verðmæti þessa er nálægt 300 þúsund krónur.
Slökkviliðið var þennan sama dag með opið hús þriðja árið í röð og m.a. komu margir með slökkvitæki sín til endurhleðslu. Bæjarráð færði Félagi slökkviliðsmanna í Grindavík alúðarþakkir fyrir höfðinglega gjöf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024