Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkviliðsmenn af Suðurnesjum vinna að slökkvistarfi í Reykjavík
Þriðjudagur 23. nóvember 2004 kl. 08:53

Slökkviliðsmenn af Suðurnesjum vinna að slökkvistarfi í Reykjavík

Slökkviliðsmenn af Suðurnesjum, jafnt frá Keflavík sem og Keflavíkurflugvelli, voru kallaðir út í nótt  til að aðstoða Slökkvilið Reykjavíkur við eldsvoðann í Klettagörðum.

6 slökkviliðsmenn, einn slökkviliðsbíll og einn sjúkrabíll fóru frá Keflavík og fjórir menn á tveimur bílum ofan af velli.

Gífurlegur eldur er enn á svæði Hringrásar þar sem kviknaði í dekkjahaug og auk þess var mikið af timbri á svæðinu. „Þannig að það má eiginlega segja að allar áramótabrennur Reykjavíkurborgar í mörg ár séu saman komnar hér á einum stað,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í samtali við Morgunblaðið.

Hús í nágrenninu voru rýmd og leituðu um 200 manns í fjöldahjálparstöð Rauða Krossins í Langholtsskóla í nótt. Á þessari stundu er óvíst hvenær fólk fær að snúa aftur til síns heima.

Úr safni VF/Hilmar Bragi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024