Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkviliðsmenn af Suðurnesjum áberandi í minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverka
Mánudagur 14. október 2002 kl. 11:34

Slökkviliðsmenn af Suðurnesjum áberandi í minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverka

Landsamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stóð fyrir minningarathöfn í Hallgrímskirkju um helgina vegna slökkviliðsmanna sem létust í New York þann 11. september 2001. Þennan sama dag var haldin í Madison Squere Garden í New York minningarathöfn um þá 343 slökkviliðsmenn úr slökkviliði New York borgar er fórust í kjölfar árásarinnar á World Trade Center. Markmiðið var að minnast látinna félaga okkar og sýna félögum okkar og aðstandendum þeirra samkennd, segir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja.Andrúmsloftið í Hallgrímskirkju einkenndist af kærleik, friði og virðingu og voru slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn klæddir einkennisfatnaði og margir stóðu heiðursvörð. Þátttakan og samkenndin var mjög góð og voru samankomnir fjöldinn af slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum ásamt fjölskyldum þeirra.

Athöfninni stýrði séra Bárður Örn Jónsson, sem að auki flutti minningarávarp. Meðal annarra sem fluttu ávarp voru: frú Siv Friðleifsdóttir, umhverfismálaráðherra, Dr. Björn Karlsson brunamálastóri, fulltrúi frá Ameríska Sendiráðinu. Þau ræddu meðal annars um eyðileggingarmátt eldsins, hryðjuverk, hatur og hefnd. Athöfnin einkenndist einnig af bænum og söng í umsjá Samkórs Kópavogs ásamt slökkviliðskór SHS. Að lokinni athöfn var gengið skrúðgöngu í slökkviliðsstöðina í Skógarhlíð þar voru í boði kaffiveitingar.

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja og frá Keflavíkurflugvelli voru áberandi í Hallgrímskirkju um helgina, en m.a. stóðu sex slökkviliðsmenn BS heiðursvörð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024