Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 16. maí 2002 kl. 02:33

Slökkviliðsmenn æfðu á meðal 10.000 svína!

Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu æfingu á Svínabúinu við Minni-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi. Töluverðar breytingar hafa orðið á svæðinu þar sem starfsaminn hefur verið ört vaxandi undanfarin ár. Slökkviliðsmönnum fannst því kærkomið að fá að æfa sig á svæðinu.Samtals er fjöldi svína á svínabúinu er um 10 þúsund og hefur byggingum fjölgað í samræmi við það. Brátt verður tekið i notkun ný hreinsistöð ásamt rotþró fyrir úrgang.
Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja var áhersla æfingarinnar uppstilling á bílum og búnaði ásamt reykköfun. Samhliða því var æfð notkunn körfubíls B.S. við björgun af þaki og upp úr rotþró.

Starfsmenn fyrirtækisins tóku virkan þátt í æfingunni en þeir eru ellefu og þar af níu frá Póllandi. Á staðnum er slökkviliðsdæla ásamt búnaði frá B.S. og er hlutverk starfsmanna að virkja þann búnað og hefja fyrstu aðgerðir sem felast í að halda eldinum í skefjum þar til slökkviliðið mætir á staðinn. Æfingin gekk mjög vel og mældist útkallstími slökkviliðsins 17 mínútur og er það mun betri tími en á síðustu æfingu, því má þakka mikilli endurnýjun á bílum og búnaði B.S.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024