Slökkviliðsmenn á Vellinum ósáttir: Ganga út 1. ágúst
 Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp samningum sínum við slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli um tuttugu klukkustunda fasta yfirvinnu á mánuði fyrir ýmis viðhaldsstörf. Slökkviliðsmenn eru ósáttir við þetta ráðslag og líta á það sem uppsögn kjarasamnings í heild. Þeir munu ætla að ganga út 1. ágúst næstkomandi. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun.
Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp samningum sínum við slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli um tuttugu klukkustunda fasta yfirvinnu á mánuði fyrir ýmis viðhaldsstörf. Slökkviliðsmenn eru ósáttir við þetta ráðslag og líta á það sem uppsögn kjarasamnings í heild. Þeir munu ætla að ganga út 1. ágúst næstkomandi. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun.
Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, segir í samtali við Fréttablaðið að umrædd yfirvinna sé 20% af föstum launum. Haft er eftir Stefáni Thordersen, flugvallarstjóra, að ekki sé litið á þetta sem uppsögn á kjarasamningi heldur eingöngu uppsögn á aukagreiðslum vegna breytinga á fyrirkomulagi.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				