Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli álykta
Föstudagur 17. mars 2006 kl. 17:27

Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli álykta

Starfsmenn slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli telja brottför Varnarliðsins kalla á breytingar og meiriháttar uppstokkun á rekstri og stjórnsýslu Keflavíkurflugvallar, svo og öllum flugrekstrar og flugöryggismálum Íslands, þar með talið innanlandsflugi til að ná samlegðaráhrifum eins flugvallar í stað tveggja.

Þetta kemur fram í ályktun sem almennur félagsfundur starfsmanna slökkviliðsins sendi frá sér í morgun. Þar segir að það sé skýr krafa þeirra að slökkviliði á Keflavíkurflugvelli verði haft með í ráðum þegar kemur að breytingum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024