Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkviliðsmaður úr Keflavík særðist í Kabúl
Laugardagur 23. október 2004 kl. 17:14

Slökkviliðsmaður úr Keflavík særðist í Kabúl

Steinar Örn Magnússon slökkviliðsmaður úr Keflavík var annar þeirra sem særðust í Kabúl í Afganistan í dag ásamt Stefáni Gunnarssyni. Meiðsl Steinars og Stefáns eru ekki talin alvarleg og hafa þeir fengið aðhlynningu á þýsku hersjúkrahúsi í útjaðri borgarinnar.Um klukkan 15 í dag voru 6 íslenskir friðargæsluliðar, 1 bandarískur og 1 tyrkneskur staddir í miðborg Kabúl. Talið er að fjórum handsprengjum hafi verið kastað að hópnum og að þrjár þeirra hafi sprungið en en sú fjórða ekki.
Sá sem hlaut minniháttar skrámur heitir Sverrir Haukur Grönli, slökkviliðsmaður. Þeir aðrir Íslendingar sem í hópnum voru eru Hallgrímur Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins, Ásgeir Ásgeirsson, lögreglumaður, og Friðrik Már Jónsson, flugumferðastjóri, en frá þessu er greint á mbl.is.

Myndin: Ómar Þór Kristinsson flugumferðarstjóri og slökkviliðsmennirnir Ragnar Hafsteinsson og Steinar Magnússon við æfingar í Noregi í ágúst áður en þeir héldu til Kabúl. Þeir eru allir af Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024