Slökkviliðsbíll af Keflavíkurflugvelli valt
Slökkviliðsbifreið frá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli valt á Gjábakkavegi í Þingvallasveit um klukkan 7 í gærkvöldi. Verið var að flytja snjótroðara í eigu slökkviliðsins. Loka þurfti veginum meðan verið var að ná ökumanninum út, en það tók um tvær klukkustundir. Mikil mildi þykir að ökumaðurinn hafi ekki slasast alvarlega, en hann var fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsli.