Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkviliðið kallað út vegna olíuleka
Fimmtudagur 1. ágúst 2002 kl. 11:48

Slökkviliðið kallað út vegna olíuleka

Slökkvilið Suðurnesja var kallað út um kl. tíu í morgun vegna olíuleka við Hornbjarg á Kirkjuvegi 1 í Keflavík en það var nágranni sem gerði viðvart. Var um að ræða talsvert magn af díselolíu, nokkra tugi lítra, og hafði hún runnið upp að götukantinum og dreift sér. Slökkviliðið notaði sérstakan uppþvottabúnað til hreinsunar og tókst hreinsunin vel.Þetta er í annað skiptið á vikutíma sem slökkvilið Suðurnesja er kallað út vegna olíuleka en sl. fimmtudag lak bensín á Reykjanesbrautinni. Annars hefur lítið verið að gera hjá slökkviliðinu í vikunni að sögn Sigmundar Eyþórssonar. Nú er verslunarmannahelgin að ganga í garð og vildi Sigmundur nota tækifærið og óska Suðurnesjamönnum gleðilegrar helgi fyrir hönd slökkviliðsins og benda fólki á að fara varlega.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024