Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 23. október 2000 kl. 17:50

Slökkviliðið kallað út 14 mínútum eftir brunaboð

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út 14 mínútum eftir að brunaboð frá Matarlyst í Keflavík hafði borist til vaktmiðstöðvar Securitas í Reykjavík.Það var um kl. 08 á laugardagsmorgun sem vaktmiðstöð Securitas barst brunaboð frá eldvarnakerfi í veitingahúsinu Matarlyst við Iðavelli í Keflavík. Securitas hafði samband við tengilið sinn í Keflavík sem er annar eigandi Matarlystar. Hann fór á staðinn og þegar hann sá hafa gerst hafði kallaði hann út slökkviliðið í Keflavík. Þá voru liðnar 14 mínútur frá því að brunaboðið hafði borist til Securitas. Gleymst hafði að slökkva á kertaljósi í skreytingu og hafði hún brunnið niður. Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri sagði í samtali við VF að litlu hefði má tt muna að stórtjón yrði. Hefði skreytingin verið á öðrum stað í húsinu og eldur komist í gluggatjöld eða önnur brennanleg efni hefði mikið getað gerst á þeim 14 mínútum sem liðu frá því brunaboð barst frá húsinu og þar til slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað til. Sem betur fer varð tjón ekki mikið og hefur ekki áhrif á rekstur Matarlystar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024