Slökkviliðið í steikingarbrælu á Ásabraut
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögregla voru kölluð að íbúð við Ásabraut í Keflavík þegar klukkuna vantaði fjórðung í eitt eftir miðnætti. Tilkynning hafði borist til Neyðarlínunnar um að reykskynjari væri í gangi.Þegar slökkvilið kom að reyndist steikarpanna hafa gleymst á heitri hellu og steikingnarbræla sett reykskynjarann í gang. Það var því eina ráðið fyrir húsráðanda að lofta ærlega út.