Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 1. maí 1999 kl. 20:21

SLÖKKVILIÐIÐ Í GRILLVEISLU

Slökkvilið kallað að Greniteig í Keflavík sl. sunnudag en þar hafði heimilisfólkið tekið útigrillið í notkun aftur eftir vetrarfríið. Svo óheppilega vildi til að eldur náði sér upp í gasleiðslunni með þeim afleiðingum að grillið allt skíðlogaði á skömmum tíma. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en verra hlaust af en grillið fer í þar til gerðan kirkjugarð. Vildi Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri, koma þeim skilaboðum til grilleiganda að yfirfara vel búnaðinn áður en lagt er í grillstörf sumarsins, þau komi misvel undan vetri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024