Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Slökkvilið slökkti eld og reykræsti í Dalshverfi
    Frá vettvangi brunans í morgun.
  • Slökkvilið slökkti eld og reykræsti í Dalshverfi
    Slökkvilið kom á vettvang á tveimur slökkvibílum.
Miðvikudagur 27. apríl 2016 kl. 10:40

Slökkvilið slökkti eld og reykræsti í Dalshverfi

Eldur kom upp í þurrkara í íbúð í Dalshverfi í Innri Njarðvík nú í morgun. Lögregla og stökkvilið voru kölluð til Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fór á staðinn á tveimur slökkvibílum.

Eldurinn var einangraður við þurrkarann í þvottahúsi og var fljótlega slökktur og var þurrkaranum komið út úr húsinu. Íbúðin fylltist hins vegar af reyk og þurfti að reykræsta húsið. Tjón er talsvert.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson



Þurrkarinn er illa farinn eftir að eldur kom upp í honum í morgun.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024