Slökkvilið og björgunarsveit flutt frá Grindavík til Reykjanesbæjar
Slökkvilið Grindavíkur og Björgunarsveitin Þorbjörn hafa flutt allan sinn búnað frá Grindavík til Reykjanesbæjar. Slökkviliðið hefur fengið húsaskjól hjá Brunavörnum Suðurnesja við Flugvelli í Reykjanesbæ. Björgunarsveitin Þorbjörn hefur einnig verið þar síðustu daga en unnið er að því að finna sveitinni annað húsaskjól í Reykjanesbæ fyrir sinn búnað. Þar hefur verið rætt um Helguvík.
Slökkvliðið og björgunarsveitin eru mikilvægir þættir í samfélaginu í Grindavík en ekki er óhætt að hafa búnað þessara aðila í Grindavík í því ástandi sem nú ríkir.