Slökkvilið kallað út vegna olíuleka á Reykjanesbraut
Slökkviliði Suðurnesja barst beiðni frá Fjarskiptarmiðstöð Lögreglunnar og neyðarlínunnar um aðstoð vegna olíubrákar á Reykjanesbraut, á kaflanum frá Vogaafleggjara að Grindavíkurafleggjara um kl. 09:30 í morgun. Þegar slökkvilið kom á staðinn var talsverð olíubrák á gatnamótunum, þá sérstaklega við Vogana.
Reykjanesbrautin var lokuð í um 25 mínútur á meðan slökkviliðið hreinsaði gatnamótin. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar hjá slökkviliðinu er ekki vitað hvað olli þessum olíuleka en ætla má að einhver hafi gleymt að loka fyrir eldsneytistankinn á bílnum sínum eða eitthvað lítið rör hafi gefið sig.
Mynd: Slökkvilið Suðurnesja hreinsar hér gatnamótin við Vogaafleggjara. VF-mynd SævarS
Reykjanesbrautin var lokuð í um 25 mínútur á meðan slökkviliðið hreinsaði gatnamótin. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar hjá slökkviliðinu er ekki vitað hvað olli þessum olíuleka en ætla má að einhver hafi gleymt að loka fyrir eldsneytistankinn á bílnum sínum eða eitthvað lítið rör hafi gefið sig.
Mynd: Slökkvilið Suðurnesja hreinsar hér gatnamótin við Vogaafleggjara. VF-mynd SævarS