Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slökkvilið kallað út vegna eldamennsku
Miðvikudagur 4. ágúst 2004 kl. 09:18

Slökkvilið kallað út vegna eldamennsku

Rétt fyrir klukkan 10 í gærkvöldi var slökkvilið og lögregla kölluð að fjölbýlishúsi við Kirkjuveg í Keflavík vegna eldvarnarkerfis sem væri í gangi í húsinu. Að auki fannst mikil brunalykt á vettvangi. Í ljós kom að matur hafði brunnið við í potti við eldamennsku. Íbúinn hafði sofnað með fyrrgreindum afleiðingum. 

Á kvöldvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut, en ekkert fréttnæmt gerðist á næturvaktinni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024