Slökkvilið kallað út stundarfjórðungi eftir að brunaboði fór í gang
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út stundarfjórðungi eftir að brunaboði fór í gang á leikskólanum Vesturbergi í morgun. Neðri hæð leikskólans var þá að fyllast af reyk og einn starfsmaður lokaður inni. Starfsmaður öryggisþjónustu sem vaktar kerfið kom um níu mínútum eftir að kerfið fór í gang og hafði þá samband við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík. Enn liðu mínúturnar og þegar stundarfjórðungur var liðinn hringdi starfsmaður öryggisfyrirtækisins, sem var á vettvangi, í slökkvistöðina í Keflavík til að athuga hvort ekki hafi borist brunaútkall að Vesturbergi. Svo var ekki. Slökkvilið var því ekki komið á staðinn fyrr en tuttugu mínútum eftir að brunaboðinn sendi frá sér fyrstu boð.Það var Eldvarnaeftirlit Brunavarna Suðurnesja sem setti brunaboðann í gang í morgun í sérstöku árlegu átaki þar sem rýmingar á leikskólum eru æfðar. Hins vegar er engum tilkynnt um að hér sé æfing á ferðinni og ætlast til að viðbrögð miðist við að alvara sé á ferðum.
Börnin og starfsfólkið á Vesturbergi bjó því við falskt öryggi í morgun. Einn starfsmaður var lokaður inni og var bjargað út úr þykkum reyk af reykköfurum slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja. "Þetta er skelfilegt", sagði Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri við einn af starfsmönnum leikskólans, enda ljóst að endurskoða þurfi boðun slökkviliðs. Það var engum ljóst að æfing væri í gangi og því voru fyrstu níu mínúturnar alltof langur viðbragðstími, hvað þá stundarfjórðungur þar til slökkvilið var kallað út.
Börnin og starfsfólkið á Vesturbergi bjó því við falskt öryggi í morgun. Einn starfsmaður var lokaður inni og var bjargað út úr þykkum reyk af reykköfurum slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja. "Þetta er skelfilegt", sagði Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri við einn af starfsmönnum leikskólans, enda ljóst að endurskoða þurfi boðun slökkviliðs. Það var engum ljóst að æfing væri í gangi og því voru fyrstu níu mínúturnar alltof langur viðbragðstími, hvað þá stundarfjórðungur þar til slökkvilið var kallað út.