Slökkvilið kallað að veitingastað við Hafnargötu
Slökkvilið Suðurnesja var kallað að Hafnargötu 36 um miðjan dag í gær þegar talið var að eldur hefði komið upp á veitingastaðnum Pizzahúsinu sem nýverið opnaði í húsnæðinu. Svo virðist sem glóð hafi komist meðfram pizzaofni og upp á ris hússins og lagði nokkurn reyk frá skorsteini.
Ekki hlaust tjón af og engan sakaði, en slökkviliðið leysti málið snarlega áður en verr fór.