Þriðjudagur 14. mars 2006 kl. 14:13
Slökkvilið kallað að hausaþurrkun á Reykjanesi
Brunarvarnir Suðurnesja voru kallaðar út að hausaþurrkuninni á Reykjanesi um hádegisbil í dag þar sem grunur lék á að eldur væri laus í byggingunni.
Þegar slökkvilið kom á vettvang var hættan liðin hjá en reykurinn hafði blossað upp útfrá neista sem hrökk frá starfsmönnum við logskurð í húsinu.