Slökkvilið Isavia við hreinsunarstörf á öflugum bíl
Harðsnúið lið slökkviliðsmanna frá Isavia fór í morgun til að aðstoða við hreinsunarstarf vegna öskufalls úr eldgosinu í Grímsvötnum.
Slökkviliðsmennirnir eru sjö að tölu og eru allir menntaðir iðnaðarmenn. Þeir munu aðstoða við öll verk sem vinna þarf á svæðinu og hafa með sér stóra fjórhjóladrifna slökkvibifreið frá Reykjavíkurflugvelli. Bifreiðin er búin öflugum vatnsdælum ásamt 6.000 lítra vatnstanki og hentar mjög vel til öskuhreinsunar þar sem erfitt er að komast að.
Gert er ráð fyrir að slökkviliðsmennirnir verði við hjálparstörf næstu 5 – 7 daga.