Slökkvilið Grindavíkur fær góða gjöf
Slökkvilið Grindavíkur fékk höfðinglega gjöf afhenta sl. laugardag þegar Sjómanna og Vélstjórafélag Grindavíkur , Vísir h/f og Þorbjörn h/f færðu sveitinni fullkominn fjarskiptabúnað að gjöf.
Afhendingin fór fram í húsnæði slökkviliðsins við Hafnargötu og voru samankomnir bæði slökkviliðsmenn úr Grindavík og fulltrúar gefenda. Það var Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri, sem veitti gjöfinni viðtöku úr hendi Péturs Pálssonar, forstjóra Vísis h/f. Um er að ræða 4 sett af fullkomnum búnaði fyrir reykkafara þ.e.as V.H.F talstöð í grímu og handstöð og að auki 12 V.H.F handstöðvar sem nýtast við aðgerðir á vettvangi. Stöðvarnar eru settar upp með öllum neyðarrásum sem og öllum þeim rásum er notast við slökkvi- og björgunarstörf t.d. rásir björgunarsveita, Grindavíkurhöfn, Almannavarnir og fleiri.
Mynd: Ásmundur slökkviliðsstjóri og Pétur Pálsson forstjóri