Slökkvilið BS æfir reykköfun og froðunotkun í bát
Slökkvilið BS fékk nýverið til afnota vélbátinn Kristbjörgu sem er um 200 tonna stálskip, staðsett í Njarðvíkurhöfn. Markmiðið var að æfa reykköfun og notkun froðu í bát. Báturinn reyndist afar hentugur og voru settar upp þrjár æfingastöðvar með miserfiðum verkefnum, en allar höfðu það sameiginlegt að æfa verklag í reykköfun þ.e. notkun reykköfunarbúnaðar, fjarskipti, leit og stjórnun reykköfunar.
Að auki var æfð froðunotkun þannig að allur búnaður s.s. froðustútar og blásari var virkjaður og froðu dælt í ganga meðfram brúnni. Æfingin endaði síðan tæpum fimm klukkustundum síðar með pizzuveislu á slökkviliðsstöðinni þar sem farið var yfir æfinguna þ.e. það sem vel var gert og það sem enn betur mátti gera.
Myndir: Sigmundur Eyþórsson