Slökkvið á rafmagnskyndingu á meðan þið eldið
Páll Erland, forsjóri HS Veitna, hvetur Suðurnesjafólk til að slökkva á rafmagnskyndingu meðan eldamennska fer fram í kvöld. Það minnkar hættuna á því að rafmagn slái út.
Það sást greinilega á mælum HS Veitna í gærkvöldi að notkun á rafmagni jókst mikið um kvöldmatarleitið og það leiddi til þess að rafmagn fór af stórum svæðum í langan tíma.