Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Slökkti á ljósastaurum með bílnum
Mánudagur 19. nóvember 2012 kl. 13:10

Slökkti á ljósastaurum með bílnum

Ökumaður bifreiðar í Keflavík missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á tengikassa. Atvikið varð með þeim hætti að bifreiðin rann til að aftan. Við það kom fát á ökumanninn sem steig á bensínið í stað bremsunnar.  Þegar tengikassinn varð fyrir högginu sló rafmagni út á ljósastaurum á stóru svæði í bænum. Starfsmenn frá HS Veitum komu ljósunum skömmu síðar í lag.

Allnokkurt tjón varð af völdum óhappsins því tengikassinn með því sem í honum er kostar á fjórða hundrað þúsund krónur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Annar ökumaður ók um helgina á hlið við Seltjörn. Mikil hálka var þegar óhappið átti sér stað.