Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Slökkt á götulýsingu til 20. júlí
Föstudagur 3. júní 2011 kl. 09:22

Slökkt á götulýsingu til 20. júlí

Öll sveitafélög á Suðurnesjum munu hafa slökkt á götulýsingu í sveitarfélögunum frá 1. júní til 20. júlí til prufu. Einnig hefur Vegagerðin ákveðið að það sama verði upp á teningnum á Reykjanesbraut.

Að öllu jöfnu myndi lýsingin ekki vera logandi mikið á þessum tíma hvort sem er, eða ca. 0-3 tíma á sólarhring, þannig þetta á ekki að hafa mikil áhrif á daglegt líf fólks. Einnig hefur verið farið í að lækka rekstarkostnað á gatnalýsingunni með því að stytta logtíma ljósanna og hefur það gengið áfallalaust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vel verður þó fylgst með þessu og ef einhver ástæða er fyrir breytingum aftur, verður það skoðað.