Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slógust með hnífum á gistiheimili
Sunnudagur 30. júlí 2017 kl. 01:15

Slógust með hnífum á gistiheimili

Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Suðurnesjum stöðvuðu rétt fyrir miðnætti átök á gistiheimili á Ásbrú. Sjúkrabifreið var kölluð á staðinn.
 
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta slógust menn á gistiheimilinu og komu hnífar við sögu í átökunum.
 
Lögreglumenn komu ró á mannskapinn og enginn mun hafa slasast eftir því sem næst verður komist.

Leiðrétt:
Sagt var að gistiheimilið væri á vegum Útlendingastofnunar. Það er rangt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024