Sló til lögreglumanns
Ökumaður á þrítugsaldri sló til lögreglumanns eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði veitt honum eftirför og stöðvað akstur hans í vikunni. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu en ók ótrauður sem leið lá um götur í Njarðvík, ýmist rólega eða á miklum hraða. Lögregla reyndi að sæta lagi og taka fram úr honum, en hann ók þá í veg fyrir lögreglubifreiðina. Loks þegar tókst að stöðva för mannsins var hann færður til viðtals í lögreglubifreið, þar sem hann veittist að lögreglumanni eins og að framan greinir. Hann var því færður í járn og vistaður í klefa á lögreglustöð. Við öryggisleit á manninum fannst kannabisefni í jakkavasa hans.
Þá stöðvaði lögregla annan ökumann, tæplega tvítugan, sem viðurkenndi neyslu fíkniefna