Sló til lögreglu
Fjórir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum sökum ölvunar og óspekta í nótt. Einn þeirra veitti mótspyrnu og sló til lögreglumanns og verður sá hinn sami færður til skýrslutöku þegar honum rennur áfegisvíman í dag.
Einnig voru tveir ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur og 17 ökumenn voru stöðvaðir vegna vanbúnaðar eða rangrar notkunar á ljóabúnaði bifreiða sinna. Lögreglan var í sérstöku átaki varðandi ljósabúnað og voru 34 teknir nóttina áður. Flestir voru þeir eineygðir en lögregla sleppti flestum með áminningu.
VF-mynd úr safni
Einnig voru tveir ökumenn teknir fyrir meinta ölvun við akstur og 17 ökumenn voru stöðvaðir vegna vanbúnaðar eða rangrar notkunar á ljóabúnaði bifreiða sinna. Lögreglan var í sérstöku átaki varðandi ljósabúnað og voru 34 teknir nóttina áður. Flestir voru þeir eineygðir en lögregla sleppti flestum með áminningu.
VF-mynd úr safni