Sló ökumann bifreiðar
Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar í nótt. Ökumaður sat í bifreið sinni á Hafnargötu er maður kom þar að opnaði bílstjórahurðina og lamdi ökumann þrjú högg í andlitið. Fékk ökumaðurinn blóðnasir og hruflaðist á nefi og kinn. Einnig sparkaði árásarmaðurinn í bifreiðina. Vitað er hver hann er.
Tvö ölvunarútköll bárust.