Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur
Mánudagur 15. ágúst 2005 kl. 16:27

Sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur

Íslenska konan sem var yfirheyrð vegna morðsins á varnarliðskonu í nótt hefur verið látin laus. Hún var yfirheyrð vegna þess að talið var að hún gæti gefið skýringar á atburðunum.

Áverkar voru á hnakka hinnar látnu, en ekki er ljóst hvort þeir hafa valdið dauða hennar. Yfirvöld á Keflavíkurflugvelli verjast annars allra frétta, en má þó leiða líkum að því að íslenska konan tengist verknaðnum ekki þar sem hún er nú frjáls ferða sinna.

Bílakjarninn
Bílakjarninn