Sleikja sólina í sundi
Á góðviðrisdögum líkum þeim sem nú stendur yfir fyllast sundlaugarnar af fólki sem notar sólarstundirnar til að sleikja sólina. Krakkarnir hópast í laugarnar og verður án efa fjölmennt í sundlaugum á Suðurnesjum í dag. Grindvíkingar láta ekki sitt eftir liggja í þessum efnum og voru þónokkrir mættir í sundlaugina fyrir hádegi í dag. Steikjandi hiti og sól var við sundlaugarbakkann og nota sundlaugargestir svalt sundlaugarvatnið til að kæla sig niður.
Myndin: Þessar hressu dömu skelltu sér í heita pottinn. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Myndin: Þessar hressu dömu skelltu sér í heita pottinn. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.