Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Slegist á veitingastað
Mánudagur 11. október 2004 kl. 09:34

Slegist á veitingastað

Lögreglan var kölluð út að veitingastað við Hafnargötu í Keflavík í nótt vegna slagsmála sem þar höfðu brotist út. 

Er lögreglu bar að garði skömmu fyrir kl. eitt var þar einn maður ber að ofan, ölvaður og æstur. Hann kvað þrjá menn hafa ráðist að honum, en þeir báru að sá léttklæddi hafi ráðist á þá. Einn þeirra var með smávægilega áverka og sá léttklæddi var með skurð á höfði. Þetta leystist fljótlega upp, og þeir sáru leituðu læknis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024