Sleginn með flösku
Maður var sleginn í andlitið með flösku á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt. Skarst hann í andliti og var fluttur með sjúkrabifreið á HSS til aðhlynningar.
Einn aðili var handtekinn skömmu síðar á Hafnargötunni, grunaður um verknaðinn, en hann var látinn gista fangageymslur og átti að yfirheyra hann í dag.
Þá var ölvaður og æstur flugfarþegi handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að hann hafði veist að öryggisverði. Hann gisti fangageymslur lögreglunnar í nótt og bíður yfirheyrslu þegar runnið er af honum.