Miðvikudagur 12. janúar 2011 kl. 09:27
Sleginn með bjórglasi í átökum
Til átaka kom á skemmtistað í Keflavík í nótt sem enduðu með því að maður var sleginn í höfuðið með bjórglasi. Hlaut maðurinn skurð á höfuðið og var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að áverkum hans. Árásarmaðurinn er vistaður í fangageymslum og verður yfirheyrður í morgunsárið.