Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sleginn í rot eftir framhaldsskóladansleik
Föstudagur 15. október 2010 kl. 09:01

Sleginn í rot eftir framhaldsskóladansleik

Átján ára piltur var sleginn í rot og í götuna fyrir utan Stapann í Njarðvík klukkan hálf tvö í nótt, en framhaldsskóladansleikur var í húsinu.
Vitni kölluðu á lögreglu, sem lét flytja piltinn í sjúkrabíl á Heilsugæslustofnunina í Keflavík. Þar rankaði pilturinn við sér, en var látinn dvelja áfram á stofnuninni til eftirlits, þar sem hann mun hafa hlotið vægan heilahristing.
Lögregla veit hver árásarmaðurinn er og verður hann yfirheyrður í dag.

www.visir.is greinir frá þessu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024