Slegið í október
Það er heldur betur veðrið fyrir góðan slátt. Nú er verið að slá Skógarhlíðina á Ásbrú í Reykjanesbæ. Svo sem ekkert óeðlilegt við það, nema að í dag er 14. október og tæpar tvær vikur í fyrsta vetrardag.
Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem hlíðin er slegin á þessum árstíma. Gras og strá fengu að spretta þarna í sumar en nú er verið að gera hlíðina árennilegri fyrir veturinn því á þessum slóðum er hin fínasta sleðabrekka sem er vinsæl um leið og fyrsta snjófölin lætur sjá sig.
VF-mynd: Hilmar Bragi